Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 17. júní 2021 22:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Esbjerg að kaupa Ísak Óla
Ísak Óli Ólafsson er að ganga í raðir Esbjerg í Danmörku. Ísak hefur verið á mála hjá SönderjyskE í tvö ár en færir sig nú um set innan Danmörku.

Ísak er tvítugur miðvörður sem verður 21 árs þann 30. júní. Hann hefur leikið með Keflavík á láni í upphafi Íslandsmótsins.

Hann fékk ekki mikið af tækifærum með SönderjyskE en ætti að fá fleiri tækifæri í næstefstu deild hjá Esbjerg. Alls lék Ísak í sjö keppnisleikjum hjá SönderjyskE.

Hann var í maí valinn í íslenska A-landsliðið og þreytti frumraun sína í leik gegn Mexíkó í lok síðasta mánaðar.

Ísak er samningsbundinn SönderjyskE fram á sumarið 2023 og er Esbjerg því að kaupa miðvörðinn.

Það er Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi á ViaPlay, sem greinir frá þessu á Twitter reikningi sínum í dag.

Orri kemur inn á það að Ísak sé á leið í læknisskoðun um helgina og verði því ekki með Keflavík gegn Leikni.


Athugasemdir
banner