Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 17. júní 2021 13:29
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos: Vildi vera áfram í Madríd
Mynd: EPA
Sergio Ramos missti af tækifærinu til að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid og hefur yfirgefið félagið eftir sextán ár.

Ramos var boðinn samningur en hann beið alltof lengi með að skrifa undir og er núna frjáls ferða sinna. Ramos er ósáttur og segist ekki hafa viljað yfirgefa félagið.

„Ég vissi ekki að samningstilboðið rynni út. Ég samþykkti eins árs framlengingu í lokin en félagið tilkynnti mér að tilboðið stæði ekki lengur til boða. Ég var mjög hissa þegar mér var tilkynnt þetta fyrir viku síðan," sagði Ramos.

„Ég vildi vera áfram hjá félaginu og peningurinn er ekki vandamál. Ég fékk eins árs samningstilboð með lægri launum þegar ég vildi fá tveggja ára samning fyrir mig og fjölskylduna. Ég vil taka skýrt fram að þetta snerist aldrei um peninga og félagið veit það. Ég vildi bara vera áfram hjá félaginu í tvö ár til viðbótar.

„Ég hef alltaf sagt að hjónaband Real Madrid og Sergio Ramos sé fullkomið en nú er kominn tími til að leita að nýju félagi, hamingju og fleiri titlum."


Ramos er 35 ára gamall og fær hvíld frá fótbolta í sumar þar sem hann fór ekki með Spánverjum á Evrópumótið. Hann hefur verið orðaður við ýmis stórlið þrátt fyrir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð.

„Ég er ekki búinn að hugsa hvert ég vil fara. Ég hef fengið einhver símtöl en ég gaf þeim aldrei gaum, ég hugsaði aldrei um að finna mér nýtt félag."
Athugasemdir
banner
banner
banner