Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   mán 17. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - Frakkland og Belgía mæta til leiks
Mynd: Getty Images
Evrópumótið er í fullu fjöri og fara þrír leikir fram í dag, þar sem Rúmenía spilar við Úkraínu í fyrsta leik dagsins.

Hér væri Ísland að mæta til leiks ef Úkraínumönnum hefði ekki tekist að vinna endurkomusigur í úrslitaleik umspilsins um síðasta lausa sætið á EM.

Spennandi lið Belgíu spilar svo við Slóvakíu, sem vann Ísland í tvígang í undankeppninni fyrir EM, áður en Austurríki og Frakkland eigast við í áhugaverðum slag.

Það munu ýmsar stórstjörnur mæta til leiks í dag þegar Belgía og Frakkland stíga á svið, en þær mega ekki vanmeta andstæðinga sína sem gætu orðið til vandræða.

Leikir dagsins:
13:00 Rúmenía - Úkraína
16:00 Belgía - Slóvakía
19:00 Austurríki - Frakkland
Athugasemdir
banner
banner
banner