Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brescia staðfestir Balotelli í næstu viku - Byrjar í leikbanni
Balotelli er með 14 mörk í 36 landsleikjum.
Balotelli er með 14 mörk í 36 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Flamengo gaf út yfirlýsingu fyrr í vikunni um að tilraunir til að krækja í Mario Balotelli hafi mistekist.

Fjölmiðlar segja að launakröfur Balotelli hafi verið of háar, auk þess sem hann heimtaði að bróðir sinn Enoch fengi einnig samning.

Flestir eru sammála um að næsti áfangastaður ítalska landsliðsmannsins sé Brescia og að skiptin verði staðfest í næstu viku. Hann ólst upp rétt fyrir utan borgina og komst félagið aftur upp í Serie A fyrr í sumar eftir átta ára fjarveru.

Balotelli mun þó byrja tímabilið í fjögurra leikja banni eftir að hafa fengið rautt spjald fyrir tæklingu í síðasta leik sínum með Marseille í franska boltanum.

Skrifi hann undir samning við Brescia mun hann missa af leikjum gegn Cagliari, Milan, Bologna og Udinese.

Þá er Claudio Marchisio, fyrrum miðjumaður Juventus og Zenit, sterklega orðaður við Brescia. Hann er 33 ára og á 55 landsleiki að baki fyrir Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner