Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
McTominay og Messi eru framan á PES 2020
Mynd: PES
Fótboltaleikurinn Pro Evolution Soccer 2020, eða PES 2020, er væntanlegur í búðir um svipað leyti og FIFA 20.

PES hefur dregist afturúr í baráttunni við FIFA sem hefur framleitt talsvert vinsælli vöru undanfarin ár.

Í tilraun til að vinna fleiri tölvuleikjaspilara á sitt band gerði PES samning við Juventus sem mun heita Piemonte Calcio í næsta FIFA leik.

PES er einnig með samninga við FC Bayern, Manchester United og Barcelona meðal annars en þeir útiloka liðin þó ekki frá FIFA.

Það vekur athygli að Scott McTominay, ungur miðjumaður Rauðu djöflanna, er framan á PES leiknum ásamt Lionel Messi, Serge Gnabry og Miralem Pjanic.

„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður, ég hef ekki náð að melta það. Það er skrýtið að sjá sjálfan sig framan á tölvuleik þegar maður fer í búðina," sagði McTominay í viðtali við BBC.

„Mér finnst frábært að vera framan á leiknum með Messi. Hann er besti leikmaður sögunnar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner