Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba vill ennþá skipta yfir til Real Madrid
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið er tekið saman af BBC og er fjallað um Jadon Sancho, Wilfried Zaha, Daniel Sturridge og fleiri í slúðurpakka dagsins.


Jadon Sancho, 19, mun yfirgefa Dortmund næsta sumar og er þýska félagið þegar byrjað að leita að arftaka hans. (Daily Mail)

Andrea Conti, 25, gæti yfirgefið AC Milan í sumar. Ítalska félagið myndi þá vilja fá Serge Aurier, 26, frá Tottenham til að fylla í skarðið. (Gazzetta dello Sport)

Mathias Pogba segir bróðir sinn enn vilja yfirgefa Man Utd til að ganga í raðir Real Madrid. (Daily Mail)

Roy Hodgson viðurkennir að Wilfried Zaha, 26, gæti enn yfirgefið Crystal Palace í sumar. (Sun)

Mónakó hefur áhuga á að fá Daniel Sturridge, 29, til sín á frjálsri sölu. (L'Equipe)

Xherdan Shaqiri, 27, vill fá meiri spiltíma hjá Liverpool. Hann gæti yfirgefið félagið ef Klopp verður ekki að ósk hans. (Daily Star)

Zidane segist vera ánægður með að geta nýtt sér krafta James Rodriguez, 28, á tímabilinu. (Corriere dello Sport)

Fjárhagsvandræði Bury eru skelfileg og gæti miðjumaðurinn Stephen Dawson tapað húsinu sínu með þessu áframhaldi. (Talksport)

Steven Bergwijn, 21, er eftirsóttur af FC Bayern og Man Utd. Hann leikur fyrir PSV Eindhoven og var að skrifa undir fimm ára samning við félagið. Bergwijn og Albert Guðmundsson léku mikið saman með varaliði PSV. (Goal)

Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, segir Neymar vera að bíða eftir að PSG taki ákvörðun um framtíð hans. (Marca)

Arsenal fær 5 milljónir punda fyrir félagaskipti Jeff Reine-Adelaide, 21, frá Angers til Lyon vegna 20% söluákvæðis. (Evening Standard)

Moussa Sissoko, miðjumaður Tottenham, grét eftir tapið gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í byrjun sumars. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner