Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   lau 17. ágúst 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Villarreal og Valencia byrja á jafntefli
Nýliðar Mallorca höfðu betur gegn Eibar
Síðustu leikjum dagsins í spænska boltanum er lokið og gerði Villarreal átta marka jafntefli við Granada.

Heimamenn komust þrisvar sinnum yfir í leiknum en alltaf náðu gestirnir frá Granada að jafna.

Santi Cazorla og Gerard Moreno voru meðal markaskorara Villarreal og þá skoraði Roberto Soldado næstsíðasta mark leiksins fyrir Granada.

Villarreal 4 - 4 Granada CF
1-0 Santi Cazorla ('35 , víti)
1-1 Fede Vico ('45 , víti)
2-1 Moi Gomez ('53 )
2-2 Darwin Machis ('62 )
3-2 Gerard Moreno ('65 )
4-2 Samuel Chimerenka Chukweze ('73 )
4-3 Roberto Soldado ('75 )
4-4 Antonio Puertas ('81 )

Valencia mætti Real Soceidad og var 1-0 yfir þegar gífurlega langur uppbótartími var settur af stað.

Kevin Gameiro fékk tækifæri til að innsigla sigurinn en brenndi af vítaspyrnu á 95. mínútu og fimm mínútum síðar var dæmt víti á hinum endanum.

Francis Coquelin reyndist brotlegur á 100. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Mikel Oyarzabal skoraði úr spyrnunni og bjargaði stigi fyrir Sociedad.

Valencia 1 - 1 Real Sociedad
1-0 Kevin Gameiro ('58 )
1-1 Kevin Gameiro ('95 , Misnotað víti)
1-1 Mikel Oyarzabal ('101 , víti)
Rautt spjald: Francis Coquelin, Valencia ('100)

Nýliðar Mallorca höfðu þá betur gegn Eibar á meðan Osasuna stal stigunum á útivelli gegn Leganes.

Dani Rodriguez kom Mallorca yfir á heimavelli en Paulo Oliveira jafnaði fyrir Eibar. Oliveira var svo aftur á ferðinni á 75. mínútu en setti knöttinn þá í eigið net.

Leganes var mun betri aðilinn gegn Osasuna en færanýtingin var ekki uppá marga fiska. Ezequiel Avila gerði sigurmark gestanna gegn gangi leiksins á 75. mínútu.

Mallorca 2 - 1 Eibar
1-0 Dani Rodriguez ('4 )
1-1 Paulo Oliveira ('57 )
2-1 Paulo Oliveira ('75 , sjálfsmark)

Leganes 0 - 1 Osasuna
0-1 Ezequiel Avila ('75 )
Rautt spjald: Oscar, Leganes ('93)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner