
„Mikil gleði og hamingja að hafa komið hérna á einn erfiðasta völl deildarinnar og taka þrjá punkta, bara geggjað," segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir sigur á ÍR í dag.
„Andinn í þessu, mér fannst við betri aðilinn í leiknum, spilamennskan góð, mikið hjarta, mikil barátta, vorum að vinna návígin okkar og trúin í mannskapnum að sækja þetta mark var lykillinn að þessum sigri."
„Andinn í þessu, mér fannst við betri aðilinn í leiknum, spilamennskan góð, mikið hjarta, mikil barátta, vorum að vinna návígin okkar og trúin í mannskapnum að sækja þetta mark var lykillinn að þessum sigri."
Lestu um leikinn: ÍR 0 - 1 Þór
Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sitt ellefta deildarmark í sumar eftir um klukkutíma leik og reyndist það eina mark leiksins.
„Mér leið æðislega, frábærlega gert, loksins hljóp hann bakvið og fékk sendinguna. Hann kláraði glæsilega."
„Við leystum þetta frábærlega vel, mér fannst þeir ekki skapa sér eitt einasta færi, kannski eitthvað eitt klafs þar sem kom einhver smá hætta."
„Mér fannst þetta hundleiðinlegur fótboltaleikur að því leytinu að þetta fór bara í einhvern barning. Við vorum að reyna að gera þetta að einhverjum fótboltaleik, en það var erfitt. Þeir eru hrikalega erfiðir hérna. Mjög sætur sigur, þetta eru erfiðustu sigrarnir að ná í. Eftir á eru þeir örugglega sætari."
Aron Birkir Stefánsson var öruggur aftast hjá Þór. Þurfti ekki mikið að verja en var öryggið uppmálað í fyrirgjöfum. „Hann var hrikalega flottur í dag, stjórnaði teignum vel og stóð sig frábærlega."
Reynsluboltinn Pétur Guðmundsson var með flautuna í dag. Eins og hann er vanur var ekki mikið dæmt í leiknum.
„Hann hefur kannski dæmt eina eða tvær aukaspyrnur á Marc McAusland, held að hann hafi brotið af sér svona 25 sinnum. Auðvitað verður maður helvíti þreyttur þegar 20. aukaspyrnan sem á að vera dæmd er ekki dæmd. Ég var pirraður yfir því."
Þór hefur unnið fjóra leiki í röð og sex af síðustu sjö. Eftir tap Njarðvíkur í dag er toppsætið í boði í næsta leik þegar Njarðvík kemur í Bogann.
„Mér líst vel á að fá Njarðvík heim í Bogann góða. Við erum mjög spenntir fyrir því," segir Siggi.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 18 | 10 | 7 | 1 | 42 - 19 | +23 | 37 |
2. Þór | 18 | 11 | 3 | 4 | 42 - 25 | +17 | 36 |
3. Þróttur R. | 18 | 10 | 5 | 3 | 36 - 28 | +8 | 35 |
4. ÍR | 18 | 9 | 6 | 3 | 31 - 19 | +12 | 33 |
5. HK | 18 | 9 | 4 | 5 | 32 - 24 | +8 | 31 |
6. Keflavík | 18 | 8 | 4 | 6 | 38 - 31 | +7 | 28 |
7. Völsungur | 18 | 5 | 4 | 9 | 30 - 40 | -10 | 19 |
8. Grindavík | 18 | 5 | 3 | 10 | 35 - 51 | -16 | 18 |
9. Selfoss | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 34 | -14 | 16 |
10. Leiknir R. | 18 | 4 | 4 | 10 | 18 - 35 | -17 | 16 |
11. Fjölnir | 18 | 3 | 6 | 9 | 28 - 42 | -14 | 15 |
12. Fylkir | 18 | 3 | 5 | 10 | 25 - 29 | -4 | 14 |
Athugasemdir