Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
   sun 17. ágúst 2025 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV vann stórkostlegan sigur á toppliði Vals á Hásteinsvelli í dag. Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, hefur verið veikur undanfarna daga en hann lét Bjarka Björn Gunnarsson, leikmann liðsins, hjálpa þjálfarateyminu á æfingu í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 Valur

„Ég er búinn að vera veikur síðustu 2-3 daga. Maður var upp í stúku innan hús að fylgjast með æfingu í gær sem Óskar tók. Þetta minnir mann á hvað það er ógeðslega gott að vera með svona góða aðstoðarmenn. Óskar Zoega og svo settum við Bjarka Björn í þjálfarateymið, hann er með fótboltaheila aldeilis. Ég gat verið rólegur og sparað röddina," sagði Láki.

Láki var virkilega ánægður með uppleggið í dag.

„Valur er fyrst og fremst skyndisóknarlið, besta skyndisóknarliðið í deildinni og svo eru þeir gríðarlega sterkir í uppsettum atriðum sem við sáum í dag. Þótt þeir skoruðu ekki eftir það voru þeir gríðarlega hættulegir. Ég ákvað að létta miðjuna og mér fannst við sterkari þar og vinna leikinn út af því."

„Við vorum ekki að falla of mikið niður í stöðunni 2-0. Við vorum alltaf að pressa öðru hvoru. Það er lykillinn á móti þessum sterku liðum, það þýðir ekkert að leggjast í vörn og bíða eftir því að eitthvað gerist. Við héldum áfram sem var mjög sterkt."

Liðið hefur náð í frábær úrslit á Háseinsvelli gegn liðum á borð við Víking, Stjörnuna og Val en Láki vill sjá betri frammistöðu á útivöllum.

„Við verðum að fara tengja tvo leiki frábæra leiki í röð. Við erum að spila frábærlega hérna heima en við náum ekki sömu stemningu upp á útivelli. Það er auðvitað frábært að menn séu með sjálfstraust á Hásteinsvelli en við verðum að fara snúa við genginu á útivelli."
Athugasemdir
banner
banner