Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Frábær skemmtun í Mosfellsbæ
Aron Jóhannsson bjargaði stigi fyrir Aftureldingu
Aron Jóhannsson bjargaði stigi fyrir Aftureldingu
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Tvenna frá Hallgrím Mar dugði ekki til
Tvenna frá Hallgrím Mar dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 3 - 3 KA
0-1 Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('22 )
1-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('49 )
1-1 Benjamin Stokke ('59 , misnotað víti)
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('63 , víti)
2-2 Aketchi Luc-Martin Kassi ('79 )
2-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('84 )
3-3 Aron Jóhannsson ('85 )
Lestu um leikinn

Afturelding fékk KA í heimsókn í kvöld bráðfjörugum leik. KA byrjaði leikinn virkilega vel og náði forystunni verðskuldað þegar Guðjón Ernir Hrafnkelsson kom boltanum í netið eftir sendingu frá Hans Viktori Guðmundssyni.

Benjamin Stokke komst í gott færi til að jafna metin eftir hálftíima leik en Birgir Baldvinsson gerði virkilega vel og komst í boltann.

Afturelding jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks. Þórður Gunnar Hafþórsson og Georg Bjarnason tóku laglegt þríhyrningaspil og Þórður komst í færi og skoraði framhjá Steinþóri Má Auðunssyni.

Stuttu síðar fékk Afturelding tækifæri til að komast yfir þegar liðið fékk vítaspyrnu þar sem boltinn fór í höndina á Bjarna Aðalsteinssyni inn í teignum.

Benjamin Stokke steig á punktinn en Steinþór varði frábærlega frá honum.

Aðeins þremur mínútum síðar fékk KA vítaspyrnu þegar Georg braut á Jóan Símun Edmundsson. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr spyrnunni og kom KA aftur yfir.

Þegar rúmlega tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Afturelding metin þegar boltinn sveif yfir Steinþór og í netið eftir skalla frá Luc Kassi. Hans fyrsta mark fyrir Aftureldingu.

Stuttu síðar komst KA upp í hraða skyndisókn. Guðjón Errnir átti sprett upp völlinn og lagði hann á Ingimar Stöle. Hann skildi boltann eftir fyrir Hallgrím Mar sem negldi boltanum í netið. Strax í næstu sókn jafnaði Aron Jóhannsson metin þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Arnóri Gauta Ragnarssyni.

Dagur Ingi Valsson komst í dauðafæri í blálokin en skaut rétt framhjá markinu. Jafntefli niðurstaðan og Afturelding fer upp fyrir KR í 10. sæti með 21 stig og KA fer upp fyrir FH í 8. sæti með 23 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    ÍBV 19 7 3 9 20 - 26 -6 24
8.    KA 19 6 5 8 21 - 35 -14 23
9.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
10.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
11.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner