„Jú að sjálfsögðu var það hrikalega svekkjandi. Sérstaklega miðað við fyrri hálfleikinn, við gátum alveg spilað betur þá" sagði svekktur Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir tap á móti FH í dag.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 ÍBV
„Þegar við unnum boltann að þá áttum við að vera miklu miklu betri í að færa hann upp, við hefðum getað skorað 2, 3, 4 mörk en gerðum það ekki og í seinni hálfleik að þá skorum við þetta flotta mark en undir lokin að þá vorum við komnir alltof aftarlega"
„En þeir eiga hvað. 2 skot á markið og 2 mörk. Það er bara þannig sem við höfum náð að halda FH frá okkur. Þeir eru búnir að skora þrjú mörk úr föstum leikatriðum eða 2 og svo þetta mark.
Við vitum að við þurfum að vinna einn leik í viðbót í það minnsta og við vissum eftir að við unnum Grindavík að þá hefðum við þrjá leiki til þess og nú höfum við tvo"
Athugasemdir