þri 17. september 2019 13:02
Fótbolti.net
Bestur í 21. umferð: Hef fengið að spila í minni bestu stöðu
Helgi Guðjónsson (Fram)
Helgi Guðjónsson.
Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann 3-0 sigur gegn Þór í 21. umferð Inkasso-deildarinnar en sóknarmaðurinn Helgi Guðjónsson skoraði öll þrjú mörk leiksins og er kominn með 15 mörk. Hann er nú markahæstur í deildinni fyrir lokaumferðina.

Helgi er leikmaður 21. umferðar. Hvernig var tilfinningin að ná að innsigla þrennuna?

„Hún var virkilega góð, það var kominn tími á eina þrennu hjá mér í sumar," segir Helgi.

Hvað hefur vantað uppá í sumar svo að Fram hefði getað verið að berjast um að fara upp?

„Aðallega stöðugleika, byrjuðum seinni umferðina mjög illa og það reyndist dýrkeypt þegar leið á sumarið. "

Hvernig metur þú eigin frammistöðu í sumar?

„Ég var með persónuleg markmið fyrir sumarið og hefur mér tekist að ná mörgum þeirra. Helst hefði ég viljað að staða liðsins í lokaumferðinni væri sú að við hefðum getað komist upp um deild."

Þú skorar mun meira í sumar en í fyrra, hver er helsta ástæðan fyrir þeirri bætingu?

„Helsta ástæðan fyrir því er að ég spilaði mjög mikið inn á miðjunni og aðeins í vinstri vængbakverðinum í fyrra, en í ár hef ég fengið að spila í minni bestu stöðu," segir Helgi.

Held því fyrir sjálfan mig
Framtíð Helga hefur verið talsvert í umræðunni og Víkingar meðal annars sýnt honum áhuga. Er eitthvað nýtt að frétta af þeim málum?

„Ég ætla bara að halda því fyrir sjálfan mig og svo kemur það bara í ljós eftir tímabil."

Stefnir þú að því að spila í efstu deild næsta sumar?

„Það er ekkert ákveðið, ég ætla bara að taka stöðuna eftir tímabil."

Framarar eru í fjórða sæti og ljóst að þeir munu ekki komast ofar í lokaumferðinni þar sem þeir mæta Leikni í Breiðholti. Hvernig lýst Helga á þann leik?

„Mér líst bara mjög vel á þann leik. Leiknir er með mjög sterkt lið og eiga ennþá möguleika á að fara upp. Þannig að ég býst bara við hörkuleik," segir Helgi að lokum.

Sjáðu einnig
Bestur í 20. umferð - Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
Bestur í 19. umferð - Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Bestur í 18. umferð - Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Bestur í 17. umferð - Arnar Þór Helgason (Grótta)
Bestur í 16. umferð - Roger Banet (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Rafael Victor (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð - Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 13. umferð - Dino Gavric (Þór)
Bestur í 12. umferð - Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Bestur í 11. umferð - Kenneth Hogg (Njarðvík)
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner