Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. september 2019 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Þetta var rangur vítaspyrnudómur
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp er ekki sáttur með vítaspyrnudóminn sem gerði Napoli kleift að komast yfir gegn Liverpool fyrr í kvöld.

Dries Mertens skoraði úr spyrnunni á 82. mínútu og innsiglaði Fernando Llorente sigurinn í uppbótartíma.

„Þetta var jafn leikur og úrslitin særa okkur því bæði lið fengu góð færi til að skora. Við nýttum ekki okkar færi," sagði Klopp við BT Sport að leikslokum.

„Þetta var klikkaður leikur þar sem bæði lið lögðu allt í sölurnar en mér fannst þetta vera rangur vítaspyrnudómur. Fyrir mér var þetta mjög augljós og einföld ákvörðun, maðurinn hoppar upp áður en hann finnur snertinguna. Því miður getum við ekki breytt þessu núna.

„Við spiluðum góðan fótbolta á köflum en náðum ekki að klára sóknirnar. Það vantaði gæði í lokasendinguna og við tókum mikið af slæmum ákvörðunum. Við vorum við stjórn hluta leiksins en ekki nógu lengi."


Liverpool tapaði fyrir Napoli er liðin mættust á svipuðum tíma í fyrra en stóð uppi sem sigurvegari í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner