 
        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                 „Maður er aldrei sáttur að fá ekki þrjú stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og að vera á erfiðum útvelli og gera jafntefli er mjög gott en við ætluðum okkur þrjú stig og köstuðum því aðeins frá okkur. “
Sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari Fram aðspurður hvort hann væri sáttur með jafntefli eftir að jafntefli Keflavíkur og Fram á Nettóvellinum fyrr í kvöld,
                
                                    Sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari Fram aðspurður hvort hann væri sáttur með jafntefli eftir að jafntefli Keflavíkur og Fram á Nettóvellinum fyrr í kvöld,
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 1 Fram
Eftir erfiðan fyrri hálfleik gegn talsverðum vindi í Keflavík náði Fram yfirhöndinni í þeim síðari og uppskáru að lokum mark úr vítaspyrnu sem dæmd var á Keflavík fyrir hendi. Fannst Aðalsteini Fram geta gert meira?
„Já og sérstaklega þegar leið á seinni hálfleikinn þá voru Keflvíkingar sterkir en í fyrri part seinni hálfleiks þá hefðum við getað gert út um leikinn og fengum tækifæri til þess en svona er fótboltinn. “
Gunnar Gunnarsson leikmaður Fram fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að flautað hafði verið sem reyndist dýrt spaug í dag.
„Já menn gera stundum hluti sem þeir eiga ekki að gera í fótbolta og þetta er bara í hita leiksins. En við verðum bara að taka þessu og það kemur bara maður í manns stað.“
Sagði Aðalsteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        




















 
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        