Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 17. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mikill hiti í Leicester - Stuðningsmenn Napoli slógust við lögregluna
Lögreglan reyndi eftir bestu getu að hafa hemil á stuðningsmönnum Napoli
Lögreglan reyndi eftir bestu getu að hafa hemil á stuðningsmönnum Napoli
Mynd: EPA
Fótboltabullurnar frá Napolí komu sér í vandræði undir lok leiks gegn Leicester City í Evrópudeildinni í gær en það brutust út slagsmál á milli þeirra og lögreglunnar. Þetta kemur fram í enskum miðlum.

Mikil spenna var á milli stuðningsmanna beggja liða fyrir leik og á meðan honum stóð en það leystist upp í vitleysu undir lokin.

Lögregluverði bjuggu til sérstakan vegg til að skilja stuðningsmennina að en það færðist hiti í leikinn og voru stuðningsmenn Napolí í árásarham.

Flöskur og annað tilheyrandi var kastað á milli og endaði þetta með því að lögreglan þurfti að hafa sig alla í að stjórna Ítölunum. Nokkrir tóku sig til og slógust við lögregluna til að komast framhjá veggnum.

Lögreglan fékk þá tilkynningar á borð til sín um slagsmál víða um Leicester fyrir leikinn en ljóst er að þetta mun hafa einhverjar afleiðingar fyrir félögin og gæti vel farið svo að UEFA ákveði að refsa þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner