Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. september 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís fékk innherjaupplýsingar frá Karólínu
Glódís Perla.
Glódís Perla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís og Karólína Lea.
Glódís og Karólína Lea.
Mynd: Skjáskot - Instagram
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir gekk í raðir Bayern Munchen í júlí frá Rosengård í Svíþjóð. Hún sat fyrir svörum um skiptin í Teams-viðtali í gær.

Hún kemur inn á það að hún hafi heyrt misjafna hluti um Bayern og að það hafi aldrei komið upp að elta þjálfarann sinn hjá Rosengård til Arsenal.

Fyrstu mánuðurnir hjá Bayern, hvernig er þetta ólíkt því að vera hjá Rosengård þegar kemur að umgjörð?

„Þetta er alveg næsta level af umgjörð og örugglega eitt það besta sem er í boði. Við erum með okkar eigin aðstöðu, æfum á geggjuðum grasvöllum, ég hef alltaf verið 'team' gervigras en núna er ég búin að breyta. Það er fullt af starfsfólki í kringum félagið og sjúkraþjálfunin á allt öðru leveli en við erum vön. Ég get ekki kvartað yfir neinu, þetta er svona eins og þetta á að vera," sagði Glódís.

Þegar þjálfarinn þinn hjá Rosengård [Jonas Eidevall] fór til Arsenal í sumar. Varstu nálægt því að fylgja honum með til Arsenal?

„Ég var búin að skrifa undir hjá Bayern áður en það allt saman gerist þannig að það var aldrei rætt."

Hefuru fengið skilaboð frá þjálfurum Bayern varðandi hvað þú þarft að bæta í þínum leik til að verða enn betri leikmaður?

„Ekkert konkrít að ég þurfi að bæta einhver ákveðin atriði. Heldur bara að verða betri í öllu, taka næsta skref í öllu. Þjálfarinn er mikið í því að maður eigi að halda áfram að gera það sem maður er mjög góður í. Hann vill að ég haldi áfram að styrkja það ennþá meira."

Þegar þú ákveður að semja við Bayern, ertu í einhverjum samskiptum við Karólínu Leu [Vilhjálmsdóttur] um félagið? Hvað fer ykkar á milli?

„Ég heyri aðeins í henni svona frekar snemma í ferlinu bara til að nýta mér að það er Íslendingur hjá félaginu. Það var aðallega af því að ég var búinn að heyra hluti sem voru ekki góðir um félagið og hvernig það var rekið áður fyrr. Ég vildi fá aðeins innherjaupplýsingar um hvernig hlutirnir væru núna."

„Svo vissi hún ekki neitt fyrr en ég var búin að skrifa undir,"
sagði Glódís.

Framundan er landsleikur gegn Hollandi á þriðjudag. Liðsfélagarnir Glódís og Karólína eru báðar í hópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner