Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   sun 17. september 2023 16:45
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 22. umferðar - Til hamingju ÍA!
Lengjudeildin
watermark Viktor Jónsson er leikmaður umferðarinnar.
Viktor Jónsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd:
watermark Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar.
Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar.
Mynd:
ÍA kláraði sitt verkefni með glæsibrag og vann Gróttu 4-1. Þar með tryggði liðið efsta sætið og endurkomu í deild þeirra bestu. Til hamingju Skagamenn!

Það er vel við hæfi að úrvalslið 22. umferðar Bestu deildarinnar sé Skagalitað. Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar og Árni Marinó Einarsson, Johannes Vall, Hlynur Sævar Jónsson og Arnór Smárason allir í liði umferðarinnar. Þar er einnig leikmaður umferðarinnar:

Leikmaður umferðarinnar
Viktor Jónsson
Skoraði tvö mörk gegn Gróttu og endar sem markakóngur deildarinnar með 20 mörk. Hann var alls þrívegis valinn leikmaður umferðarinnar og sex sinnum í lið umferðarinnar. Magnaður sóknarmaður.Þróttur heldur sæti sínu í deildinni en liðið vann öflugan endurkomusigur gegn Aftureldingu þar sem Hinrik Harðarson skoraði og lagði upp. Afturelding fer í úrslitakeppnina og mætir Leikni í undanúrslitum.

Selfoss fellur niður í 2. deild en liðið tapaði gegn Vestra 1-2 þar sem Sergine Fall var maður leiksins. Vestri mun mæta Fjölni í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Fjölnir vann Njarðvík 4-0 en Njarðvíkingar héldu sér naumlega í deildinni á markatölu. Dagur Ingi Axelsson var maður leiksins í Grafarvogi en Baldvin Þór Berndsen, sem skoraði frábært aukaspyrnumark, er einnig í liði umferðarinnar.

Þá eiga Þórsarar tvo fulltrúa eftir 3-0 sigur gegn Grindavík. Aron Ingi Magnússon skoraði tvö mörk og Bjarni Guðjón Brynjólfsson eitt.

Lið umferðarinnar:
21. umferð - Johannes Vall (ÍA)
20. umferð - Hinrik Harðarson (Þróttur)
19. umferð - Benedikt Warén (Vestri)
18. umferð - Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
17. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
16. umferð - Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 22 15 4 3 54 - 31 +23 49
2.    Afturelding 22 13 4 5 60 - 33 +27 43
3.    Fjölnir 22 12 6 4 55 - 32 +23 42
4.    Vestri 22 11 6 5 37 - 26 +11 39
5.    Leiknir R. 22 11 2 9 47 - 37 +10 35
6.    Grindavík 22 8 4 10 27 - 38 -11 28
7.    Þór 22 8 3 11 27 - 39 -12 27
8.    Þróttur R. 22 7 5 10 45 - 46 -1 26
9.    Grótta 22 6 8 8 34 - 37 -3 26
10.    Njarðvík 22 6 5 11 36 - 47 -11 23
11.    Selfoss 22 7 2 13 37 - 49 -12 23
12.    Ægir 22 2 3 17 23 - 67 -44 9
Athugasemdir
banner
banner
banner