Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
Ákvörðunin kom Rúnari á óvart - „Sjá KR-liðið í höndum einhvers annars"
   sun 17. september 2023 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Guðni Eiríks: Það var ekki gott að missa þær báðar
watermark Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
watermark Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er aldrei gaman að tapa, maður. Tilfinningin er súr, en þetta er bara svona. Við vorum að spila á móti Íslandsmeisturunum," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Maður getur alltaf fundið jákvæða punkta. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við gáfum þeim lítinn tíma á boltanum en svo fengum við á okkur mark. Það voru einstaklingsgæði sem gáfu þeim það mark. Það er erfitt að takast á við lið eins og Val sem getur bara skellt svona í andlitið á manni."

FH þurfti að hrófla svolítið í liði sínu fyrir leikinn þar sem aðalmiðverðir liðsins - Arna Eiríksdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir - eru báðar á láni frá Val. Þær máttu ekki spila þennan leik.

„Þetta eru tvær stöður sem þú vilt ekki hrófla við. Það var ekki gott að missa þær báðar. Þær gefa okkur sigur í loftinu, eru mjög sterkir skallamenn. Það kom mér ekki á óvart að við fáum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik þannig. Við vinnum ekki háloftabardagann," sagði Guðni.

Arna var valin aftur í A-landsliðið á dögunum og Guðni segir gaman að sjá það.

„Það er frábært. Hún á það svo sannarlega skilið. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá henni. Hún á heima í landsliðinu og ég vona að hún fái að sýna sig í bláa búningnum."

Þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum
FH hefur ekki að miklu að keppa í síðustu tveimur leikjunum en tímabilið hefur verið frábært hjá liðinu sem var spá tíunda sæti fyrir leiktíðina. Guðni er með áframhaldandi samning hjá félaginu og vonast til að stýra liðinu áfram, að byggja ofan á það sem hefur verið gert á þessari leiktíð.

„Ég á eitt ár eftir af mínum samningi. Á meðan FH hendir mér ekki í burtu þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum," segir Guðni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann meira um að byggja ofan á það starf sem hefur verið unnið í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner