Liverpool hefur birt áður óséð efni frá fyrsta Evrópuleik sínum, leiknum gegn KR á Laugardalsvelli 17. ágúst árið 1964.
Þessi filma fannst á Kvikmyndasafni Íslands í fyrra þegar unnið var að skráningu á kvikmyndasafni Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen. Það er sennilega Vilhjálmur sem tók þessa filmu.
Liverpool vann leikinn 5-0 í góðu veðri í Reykjavík. Áhugamennirnir í KR vörðust frá fyrstu mínútu en þrátt fyrir það hafði Liverpool komist yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og í kjölfarið fylgdu fjögur mörk og kafsigldu heimamönnum.
„Þetta var ferð út í það óþekkta og allt var nýtt fyrir okkur. Í fluginu yfir man ég eftir að hafa horft út á eldfjall í sjónum og flugmaðurinn var að segja okkur frá því," sagði Ron Wallace, sem skoraði fyrsta Evrópumark Liverpool.
Wallace var einmitt sá fyrsti sem fékk að sjá þessar óséðu myndir frá leiknum.
Þessi filma fannst á Kvikmyndasafni Íslands í fyrra þegar unnið var að skráningu á kvikmyndasafni Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen. Það er sennilega Vilhjálmur sem tók þessa filmu.
Liverpool vann leikinn 5-0 í góðu veðri í Reykjavík. Áhugamennirnir í KR vörðust frá fyrstu mínútu en þrátt fyrir það hafði Liverpool komist yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og í kjölfarið fylgdu fjögur mörk og kafsigldu heimamönnum.
„Þetta var ferð út í það óþekkta og allt var nýtt fyrir okkur. Í fluginu yfir man ég eftir að hafa horft út á eldfjall í sjónum og flugmaðurinn var að segja okkur frá því," sagði Ron Wallace, sem skoraði fyrsta Evrópumark Liverpool.
Wallace var einmitt sá fyrsti sem fékk að sjá þessar óséðu myndir frá leiknum.
Athugasemdir