Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   þri 17. september 2024 16:10
Elvar Geir Magnússon
ÍR gegn Keflavík í umspilinu - Hvað gerir spútnikliðið í Breiðholtinu?
Lengjudeildin
Úr leik Keflavíkur og ÍR í fyrstu umferð, sem Breiðhyltingar unnu.
Úr leik Keflavíkur og ÍR í fyrstu umferð, sem Breiðhyltingar unnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Orri Magnússon, markvörður Keflavíkur.
Ásgeir Orri Magnússon, markvörður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun miðvikudag klukkan 16:45 fer fram fyrri leikur ÍR og Keflavíkur í umspili Lengjudeildarinnar. Fyrri leikurinn verður á heimavelli ÍR-inga en sá seinni verður svo í Keflavík á sunnudag. Sigurliðið í einvíginu kemst í 50 milljóna króna leikinn á Laugardalsvelli, þar sem barist verður um sæti í Bestu deildinni.

Hér má sjá upphitun fyrir þá viðureign sem framundan er.

Lokastaðan í deildinni:

2. sæti - Keflavík (50-27), 38 stig
Keflvíkingum var spáð þriðja sætinu en enduðu í öðru. Keflavík fékk 26 stig af 33 mögulegum í seinni umferðinni. Þeir hafa náð í 10 stig af 15 síðustu mögulegum.

5 sæti - ÍR (30-28), 35 stig
ÍR-ingum var spáð ellefta sæti, og þar með falli, en enduðu í fimmta. Liðið hefur komið öllum spámönnum á óvart með því að ná umspilssæti. Það hefur náð í 8 stig af 15 síðustu mögulegum.

Fyrri viðureignir liðanna á tímabilinu

Keflavík 1 - 2 ÍR (3. maí)
0-1 Bragi Karl Bjarkason ('24 , víti)
1-1 Valur Þór Hákonarson ('26 )
1-2 Stefán Þór Pálsson ('45 )
Lestu um leikinn

ÍR 0 - 1 Keflavík
0-1 Ásgeir Páll Magnússon ('6 )
Rautt spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Keflavík ('44)
Lestu um leikinn

Markaskorararnir

ÍR - Bragi Karl Bjarkason 10 mörk í 20 leikjum
Bragi varð markakóngur 2. deildar í fyrra þegar hann skoraði 21 mark. Hann hefur haldið markaskorun áfram í Lengjudeildinni og er markahæstur ÍR-inga með tíu mörk. Hann hefur skorað þriðjung marka liðsins í deildinni. Hann var heitastur í júní en þá komu fjögur af hans mörkum.

Keflavík - Mihael Mladen 6 mörk í 10 leikjum
Talað var um það í upphafi tímabils að Keflavík vantaði sóknarmann. Hann var sóttur frá Króatíu í sumarglugganum og er kominn með sex mörk í tíu spiluðum leikjum.

Oftast í liði umferðarinnar

ÍR - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson og Marc McAusland (4)
Liðsheild og öflug vörn og markvarsla hafa verið einkennismerki ÍR í sumar. Markvörðurinn Vilhelm Þráinn Sigurjónsson hefur verið virkilega góður og hinn reynslumikli Marc McAusland er leiðtogi liðsins í vörninni.

Keflavík - Ásgeir Orri Magnússon (4)
Þessi tvítugi markvörður fékk traustið hjá Keflavík og hefur heldur betur borgað til baka. Verið einn besti markvörðurinn í deildinni. Ekkert lið fékk færri mörk á sig í deildarkeppninni.

Dómarinn:

Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómarar: Guðni Freyr Ingvason og Arnþór Helgi Gíslason.
Varadómari: Gunnar Oddur Hafliðason.


Athugasemdir
banner
banner
banner