Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. október 2019 10:07
Magnús Már Einarsson
Özil ætlar að vera hjá Arsenal til 2021 - Segist ekki ljúga um veikindi
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil segist ætla að vera í herbúðum Arsenal að minnsta kosti til ársins 2021 þegar samningur hans rennur út. Özil hefur einungis komið við sögu í tveimur af ellefu leikjum tímabilsins hjá Arsenal en hann segist ekki vera að fara neitt.

„Ég er með samning til sumarsins 2021 og ég verð hér þangað til þá," sagði Özil.

„Þegar ég skrifaði undir nýjan samning þá hugsaði ég mjög vel um það og sagði að þetta væri ein af mikilvægustu ákvörðunum mínum á ferlinum. Ég vildi ekki vera í bara eitt eða tvö ár í viðbót. Ég vildi skuldbinda mig við Arsenal og félagið vildi gera slíkt hið sama."

„Þú getur farið í gegnum erfiða kafla eins og þennan en það er engin ástæða til að hlaupa í burtu og ég ætla ekki að gera það. Ég verð hér að minnsta kosti til 2021."


Özil hefur verð gagnrýndur af stuðningsmönnum Arsenal fyrir að missa af leikjum vegna veikinda undanfarin ár.

„Ég er mjög pirraður þegar ég missi af leikjum vegna veikinda og fólk spyr hvort þau séu raunveruleg. Já, þetta hefur gerst nokkrum sinnum - vanalega á veturnar - en hvað á ég að gera?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner