Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 17. október 2021 12:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Redknapp boðið daglegt einkaflug frá Bournemouth til Newcastle
Mike Ashley fyrrum eigandi Newcastle bauð eitt sinn Harry Redknapp að taka við sem stjóri félagsins.

Inn í tilboðinu var að hann fengi far með einkaþotu á hverjum degi frá heimili sínu í Bournemouth á æfingasvæði Newcastle.

Newcastle varð ríkasta félag heims eftir að fjárfestar frá Sádí Arabíu keyptu félagið af Ashley sem átti félagið í 14 ár.

Redknapp segir að Newcastle sé mjög aðlaðandi félag og hann hafi verið mjög nálægt því að samþykkja að taka við sem stjóri á sínum tíma.

„Það sem þeir sögðu mér var mjög freistandi. Þrátt fyrir að þeir voru með íbúð fyrir mig þá voru þeir tilbúnir að senda einkaflugvél til Bournemouth kl 7 á hverjum morgni. Svo kl 17 myndu þeir fljúga mér aftur heim ef ég vildi það."
Athugasemdir