Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. október 2021 18:00
Victor Pálsson
Rudiger steinhissa - „Einhver að útskýra af hverju hann er ekki tilnefndur"
Mynd: EPA
Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, sá sína menn vinna 1-0 sigur á Brentford í gær þar sem hann var fjarri góðu gamni.

Chelsea stillti upp nokkuð nýrri varnarlínu en þeir Trevoh Chalobah og Malang Sarr voru í hjarta varnarinnar ásamt Andreas Christensen.

Edouard Mendy var klárlega maður leiksins í gær en hann varði oft vel í marki Chelsea og þar á meðal undir blálokin er Brentford var nálægt því að jafna.

Rudiger setti inn færslu á Twitter eftir leik þar sem hann segist steinhissa á því að Mendy hafi ekki komið til greina í valinu fyrir Ballon d‘Or í lok árs.

Mendy var ekki á meðal þeirra 30 leikmanna sem koma til greina í valinu en hann átti þó afar gott fyrsta tímabil í London og vann Meistaradeildina.

„Einhver að útskýra af hverju hann er ekki tilnefndur fyrir Ballon d‘Or.. Þvílík frammistaða Edouard Mendy,“ skrifaði Rudiger á Twitter síðu sína í gær.

Mendy er 29 ára gamall en hann hafði leikið með Reims og Rennes í Frakklandi fyrir dvölina hjá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner