Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. október 2021 21:10
Victor Pálsson
Telur að toppleikmenn vilji semja við Newcastle
Mynd: Getty Images
Margir toppleikmenn munu hafa áhuga á því að ganga í raðir Newcastle á næsta ári að sögn fyrrum þjálfara liðsins, Alex McLeish.

Newcastle er nú ríkasta félag heims en Mike Ashley seldi liðið á dögunum til nýrra eigenda frá Sádí-Arabíu sem eru með nóg á milli handanna.

Leikmenn eins og Jesse Lingard, Philippe Coutinho og Anthony Martial eru allir orðaðir við Newcastle sem hefur ekki barist um titla í mörg ár.

Að sögn McLeish þá munu svona leikmenn alltaf taka slaginn með Newcastle og þá sérstaklega því peningarnir eru í stærra hlutverki en annars staðar.

„Ég held að margir toppleikmenn hafi áhuga á því að fara til Newcastle,“ sagði McLeish í samtali við Football Insider.

„Þeir sjá metnaðinn og þennan sofandi risa sem allir eru að tala um. Ég held að þessir leikmenn myndu glaðir taka þátt í svona verkefni.“

Sádarnir borguð 305 milljónir punda fyrir félagið og ætla sér stóra hluti næstu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner