Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 17. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Íris Ósk framlengir við Fjölni (Staðfest)
Kvenaboltinn
Íris Ósk Valmundsdóttir í leik með Fjölni
Íris Ósk Valmundsdóttir í leik með Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Ósk Valmundsdóttir, fyrirliði Fjölnis, framlengdi í gær samning sinn við félagið til ársins 2021.

Íris Ósk, sem er fædd árið 1991, er uppalin í Fjölni en hún á 156 leiki og 22 mörk að baki í deild- og bikar með félaginu.

Hún hefur nú framlengt samning sinn við félagið til ársins 2021 en liðið hafnaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili.

Íris, sem hefur einnig leikið með KR og Stjörnunni, á þá 11 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir