Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Pique: Man Utd gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag
Gerard Pique eyddi fjórum árum hjá Manchester United
Gerard Pique eyddi fjórum árum hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
Spænski miðvörðurinn Gerard Pique segir að tími hans hjá enska félaginu Manchester United hafi gert hann að þeim leikmanni sem hann er í dag.

PIque ólst upp hjá Barcelona en ákvað að fara til Manchester United árið 2004 í stað þess að skrifa undir atvinnumannasamning við Börsunga.

Spænski varnarmaðurinn eyddi fjórum árum hjá United þar sem hann spilaði aðeins 23 leiki og skoraði 2 mörk áður en Barcelona keypti hann á 5 milljón punda árið 2008.

Hann hefur verið kletturinn í vörn Barcelona síðan og hefur verið með bestu varnarmönnum heims síðasta áratuginn.

„Það var erfitt þegar ég ákvað að yfirgefa vini mína á Spáni og eyða fjórum árum hjá Manchester United. Á sama tíma var þetta frábær reynsla fyrir mig," sagði Pique við Observer.

„Þetta hjálpaði mér að vaxa sem leikmaður og United gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag, þó ég hafi viljað spila fleiri leiki en ég gerði á tíma mínum þar."

„Það voru tveir aðrir miðverðir sem voru með bestu varnarmönnum heims á þessum tíma (Rio Ferdinand og Nemanja Vidic). Það að vera í Barcelona og að hafa átt þennan feril þar hefur verið hrein unun og ég er stoltur af því,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner