Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. nóvember 2020 11:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Hákon Rafn: Ég vil spila áfram í efstu deild
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, sé á leið til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping.

„Þeir fylgd­ust með mér í allt sum­ar og vilja fá að skoða mig bet­ur núna. Ég verð úti í viku og það verður virki­lega gam­an að fá að æfa með Norr­köp­ing," segir Hákon.

Sænska félagið hefur verið duglegt við að fá íslenska leikmenn til sín á reynslu.

„Ég geri mér grein fyrir því að það að æfa með þeim þýðir ekkert endilega að mér verði boðinn samningur og ég lít fyrst og fremst á þetta sem frábært tækifæri."

Hann er 19 ára gamall og lék í sumar sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Grótta féll úr deildinni en framtíð markvarðarins unga er í óvissu.

Talað hefur verið um áhuga frá KR og FH.

„Ég vil spila áfram í efstu deild en hvort af því verður þarf að koma betur í ljós. Draumurinn er að sjálfsögðu að fara í arvinnumennsku einn daginn og hugurinn stefnir eins langt og kostur er," segir Hákon við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner