banner
   fös 17. desember 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Kjarnafæðismótið: Ásgeir með þrennu - Fannar og Tomba heitir
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði þrjú fyrir KA
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði þrjú fyrir KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fannar Hafsteinsson skoraði líka í fyrsta leik Hamranna.
Fannar Hafsteinsson skoraði líka í fyrsta leik Hamranna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vann annan leik sinn í Kjarnafæðismótinu í gær er liðið mætti Magna en leiknum lauk með 5-1 sigri KA. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði þrennu fyrir KA.

Fyrsta markið gerði hann á 23. mínútu en fullkomnaði síðan þrennu sína um miðjan síðari hálfleikinn með tveimur mörkum á fjórum mínútum.

Elfar Árni Aðalsteinsson gerði tvö mörk fyrir KA í leiknum. KA er með tvo sigra af tveimur mögulegum í riðli 1 í A-deildinni. Magni er án stiga eftir einn leik.

Á miðvikudagskvöld unnu Hamrarnir, eða El Clasico eins og þeir kalla sig, sigur á KA 3, 1-3. Þeir Fannar Hafsteinsson og Jón Viðar Þorvaldsson sáu um að skora mörkin fyrir Hamrana. Mark Fannars var glæsileg vippa með vinstri yfir markvörð KA og lagði hann þá upp annað af mörkum Jóns Viðars.

Bæði mörk JV komu eftir góð skot, annað rétt við teiginn og hitt rétt inn í teignum. Fyrir þá sem ekki þekkja er Jón Viðar, einnig þekktur sem Tomba, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands. El Clasico er með sex stig eftir tvo leiki í riðli 1 í B-deild. KA 3 var að spila sinn fyrsta leik.

KA 5 - 1 Magni
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('23 )
1-1 Halldór Mar Einarsson ('26 )
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('39 )
3-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('43 )
4-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('61 )
5-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('65 )

KA3 1 - 3 Hamrarnir
1-0 Dagbjartur Búi Davíðsson ('27 )
1-1 Jón Viðar Þorvaldsson ('41 )
1-2 Fannar Hafsteinsson ('46 )
1-3 Jón Viðar Þorvaldsson ('47 )
Athugasemdir
banner
banner