Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn í nóvember og lék með U19 ára liði félagsins á æfingamóti á Spáni á dögunum.
Eggert er sautján ára gamall og vakti athygli í sumar fyrir góða frammistöðu.
Sjá einnig:
Hin hliðin - Eggert Aron
Eggert er sautján ára gamall og vakti athygli í sumar fyrir góða frammistöðu.
Sjá einnig:
Hin hliðin - Eggert Aron
Heyrst hefur að það sé líklegt að FCK ætli sér að fá Eggert í sínar raðir en Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, kannaðist ekki við að félagið væri búið að fá tilboð í leikmanninn þegar Fótbolti.net hringdi í þjálfarann.
„Ég hef ekki heyrt af neinu tilboði, ég veit að það voru fleiri lið en FCK sem höfðu áhuga, stór lið í Skandinavíu," sagði Gústi.
„Ég myndi alltaf vilja halda honum eitt ár í viðbót í Stjörnunni, hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. En ef tækifærið býðst erlendis þá held ég að enginn sé að fara stoppa það. Það eru þannig lið á eftir honum, þar á meðal FCK. Ég sæi það ekki stoppa nein staðar. Hann er toppdrengur."
„Það væri með ólíkindum ef hann færi ekki út innan árs, án þess að láta hann vera með einhverja draumóra. Hann er einstakur þessi drengur varðandi metnað, hugarfar og gæði. Það væri ótrúlegt ef hann færi ekki út. En eins og ég segi þá væri ég feginn ef hann yrði í mínu liði í eitt ár. Það má ekki gleyma því að hann er ekki nema sautján ára," sagði Gústi.
Athugasemdir