Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. janúar 2020 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cenk Tosun: Allir hlupu til síðustu sekúndu
Tosun fagnar marki sínu.
Tosun fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace náði í stig á Etihad-vellinum í Manchester, gegn Englandsmeisturum Manchester City.

Cenk Tosun opnaði markareikning sinn fyrir Palace og var ánægður með baráttuviljann hjá liðsfélögum sínum. Palace var lengi vel með 1-0 forystu, en á síðustu tíu mínútum venjulegs leiktíma breytti Sergio Aguero stöðunni í 2-1 fyrir City.

Palace gafst hins vegar ekki upp og jafnaði með sjálfsmarki frá Fernandinho, leikmanni Man City.

„Þetta er mjög mikilvægt stig fyrir okkur," sagði Tosun, sem er á láni frá Everton. „Ég vil bara þakka strákunum. Það hlupu allir til síðustu sekúndu. Við gáfumst ekki upp þegar við lentum undir og áttum stigið skilið."

„Það var frábær tilfinning að skora. Þú þarft sjálfstraust sem sóknarmaður og þú færð sjálfstraust með því að skora mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner