Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 18. janúar 2020 13:46
Ívan Guðjón Baldursson
Félagaskipti Fernandes til Man Utd í hættu
Mynd: Getty Images
Sky Sports og fleiri miðlar greina frá því að félagaskipti portúgalska miðjumannsins Bruno Fernandes til Manchester United séu í hættu.

Sporting CP heimtar 80 milljónir evra fyrir miðjumanninn þó félagið hafi verið nálægt því að selja hann til Tottenham síðasta sumar fyrir 45 milljónir.

Man Utd vill ekki greiða meira en 60 milljónir evra og eru félögin að reyna að finna lausn á þessu vandamáli í sameiningu.

Fernandes, 25 ára, er búinn að skora 8 mörk og leggja 7 upp í 16 deildarleikjum á tímabilinu. Þar að auki er hann kominn með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum í Evrópudeildinni. Í heildina er hann búinn að skora 15 og leggja upp 13 í 26 leikjum í öllum keppnum.

Tölfræði hans á síðustu leiktíð var ekki mikið verri. Þá skoraði hann 32 mörk og lagði 18 upp í 53 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner