Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. janúar 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: KA áfram með fullt hús
KA hefur unnið fjóra af fjórum í Kjarnafæðismótinu.
KA hefur unnið fjóra af fjórum í Kjarnafæðismótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 3 - 0 Leiknir F.
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('27)
2-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('68)
3-0 Hrannar Björn Steingrímsson ('75)

KA er með fullt hús stiga á toppnum í A-deild Kjarnafæðismótsins eftir öruggan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði.

Elfar Árni Aðalsteinsson gerði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik, og Leiknismenn enn inn í leiknum.

KA þó vel í seinni hálfleiknum og náði að ganga frá leiknum. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði á 68. mínútu og gerði Hrannar Björn Steingrímsson út um leikinn á 75. mínútu.

Lokatölur 3-0 fyrir KA sem er með 12 stig eftir fjóra leiki. Leiknir hefur spilað tvo leiki og er með eitt stig. Þór er í öðru sæti með tíu stig, en KA og Þór munu eigast við þann 1. febrúar í Boganum.

Sjá einnig:
Kjarnafæðismótið: Varalið KA sigraði Völsung
Athugasemdir
banner
banner
banner