Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. janúar 2020 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Með yfirburði á öllum hliðum leiksins
Lampard niðurlútur.
Lampard niðurlútur.
Mynd: Getty Images
„Við vorum með yfirburði á öllum hliðum leiksins," sagði Frank Lampard, þjálfari Chelsea, eftir 1-0 tap gegn Newcastle á St James' Park í Newcastle í kvöld.

Isaac Hayden skoraði sigurmark Newcastle í uppbótartímanum.

„Þeir áttu skalla í slá í fyrri hálfleiknum, en restin af leiknum var okkar. Við náðum bara ekki að skora. Newcastle verst vel í teignum og þú færð ekki mörg dauðafæri gegn þeim. Ef við viljum taka næsta skref þá verðum við að klára svona leiki."

„Við reyndum allt og strákarnir eru niðurlútir núna. Harður raunveruleikinn í fótbolta er þannig að ef þú skorar ekki, þá eru lið enn inn í leiknum og svona getur gerst undir lokin."

„Þannig er fótboltinn. Við erum búnir að vera meira með boltann í öllum leikjum. Það þýðir að við erum mikið með boltann en erum ekki að skora nóg. Ef við viljum líta upp á við, þá þurfum við að skoða það frekar."

Janúarglugginn er opinn og Chelsea er að leita að einhverjum sem getur komið inn og hjálpað liðinu framarlega á vellinum, að sögn Lampard.
Athugasemdir
banner
banner
banner