banner
   lau 18. janúar 2020 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steve Bruce: Erfitt að spila gegn okkur, erfitt að vinna okkur
Bruce með markaskoraranum, Isaac Hayden.
Bruce með markaskoraranum, Isaac Hayden.
Mynd: Getty Images
„Það var ætlun okkar að það yrði erfitt að spila gegn okkur, erfitt að vinna okkur," sagði Steve Bruce, stjóri Newcastle, eftir 1-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Isaac Hayden skoraði sigurmark Newcastle í uppbótartímanum.

„Við stillum þannig upp að lið munu vera meira með boltann gegn okkur. Stundum verða gæði okkar á boltanum að vera betri. Þeir hafa spilað svona síðustu ár og eru vanir því. Það hjálpar þegar við fáum góð úrslit."

„Allan Saint-Maximin átti bestu sendingu leiksins (sendingin að markinu). Hann sýndi gæði."

„Við verðum að taka því rólega í uppbyggingunni. Næsta skref er að bæta gæðin í liðinu."

Newcastle er í 12. sæti eftir sigurinn á Chelsea. Bruce sagði jafnframt að Newcastle væri nálægt því að bæta við einum eða tveimur leikmönnum, leikmenn sem myndu styrkja hópinn. Janúarglugginn er í fullum gangi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner