lau 18. janúar 2020 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tap hjá Ara Frey í fallbaráttuslag
Ari Freyr á landsliðsæfingu.
Ari Freyr á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins, spilaði allan leikinn fyrir Oostende þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Waasland-Beveren í belgísku úrvalsdeildinni.

Stefan Milosevic skoraði eina mark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af honum.

Slæmt tap fyrir Oostende niðurstaðan. Waasland-Beveren fer upp fyrir Ara Frey og félaga í 14. sæti deildarinnar. Ari Freyr og félagar eru núna í næsta neðsta sæti, sjö stigum frá botnliði Cercle Brugge.

Markalaust hjá Elmari
Í Tyrklandi, nánar tiltekið í tyrknesku B-deildinni, var Theódór Elmar Bjarnason í eldlínunni þegar Akhisarspor gerði markalaust jafntefli gegn Adanaspor.

Elmar byrjaði á bekknum, en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og spilaði allan seinni hálfleikinn.

Akhisarspor er í fjórða sæti tyrknesku B-deildarinnar með 28 stig úr 18 leikjum. Ef deildin myndi klárast í dag, þá færi liðið í umspil um sæti í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner