Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 18. janúar 2021 15:28
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig til Rukh Lviv (Staðfest) - Vill eitt ævintýri í viðbót
Ragnar á æfingu með FCK fyrr í þessum mánuði.
Ragnar á æfingu með FCK fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FC Kaupmannahöfn hefur staðfest á heimasíðu sinni að Ragnar Sigurðsson hafi verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Þar með er annarri dvöl Ragnars hjá FCK lokið.

William Kvist, yfirmaður íþróttamála hjá danska félaginu, segir að Ragnar hafi myndað sérstakt samband við félagið og stuðningsmenn. Hann hafi alltaf lagt sig 100% fram fyrir félagið og honum sé þakkað fyrir hans góða framlag.

FCK er með marga miðverði og samkeppnin hörð. Möguleikar Ragnars á spiltíma voru ekki orðnir miklir og því segir Kvist að best hafi verið fyrir báða aðila að hann myndi fara í annað félag.

Ragnar er 34 ára og lék fyrir FCK 2010-2014 og gekk svo aftur í raðir félagsins á síðasta ári.

Mun alltaf vera stuðningsmaður FCK
„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið það tækifæri að snúa aftur til FCK og Kaupmannahafnar. Ég hefði líklega átt að snú fyrr aftur en sé ekki eftir þessari ákvörðun á nokkurn hátt. Ég var stoltur af því að vera hluti af félaginu aftur," segir Ragnar við heimasíðu FCK.

„Ég mun alltaf vera stuðningsmaður FCK. Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og vildi spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri í viðbót. Nú hef ég tækifæri til þess."

Rukh Lviv er í næst neðsta sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar en liðið hafnaði í öðru sæti B-deildarinnar í fyrra og er því nýliði í efstu deild.

Ragnar hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið en hann hefur leikið 97 landsleiki og skorað fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner