Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 18. janúar 2025 21:59
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Barcelona tókst ekki að vinna fallbaráttulið - Óvænt tap Atletico
Lamine Yamal í leiknum í kvöld.
Lamine Yamal í leiknum í kvöld.
Mynd: EPA
Antoine Griezmann klúðraði víti.
Antoine Griezmann klúðraði víti.
Mynd: EPA
Barcelona gerði 1-1 jafntefli gegn Getafe í La Liga í kvöld. Barcelona er án sigurs í síðustu fjórum leikjum og situr í þriðja sæti, fimm stigum frá toppnum, en Getafe er aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.

Jules Kounde kom Barcelona yfir snemma leiks en hann fékk geggjaða sendingu frá Pedri og náði að koma boltanum yfir línuna. Á 34. mínútu var Mauro Arambarri réttur maður á réttum stað í teignum og jafnaði í 1-1.

Í seinni hálfleik komst Frenkie de Jong nálægt því að skora sigurmarkið en David Soria í marki Getafe varði frábærlega og liðin skiptu stigunum á milli sín.

Fyrr í dag fór topplið Atletico Madrid illa að ráði sínu og tapaði óvænt í grannaslag gegn Leganes. Eftir fimmtán leikja sigurgöngu Atletico var það Leganes sem skoraði eina mark leiksins í dag. Antoine Griezmann hefði getað bjargað stigi fyrir gestina í lokin en brást á vítapunktinum.

Atletico hafði mikla yfirburði í leiknum og var 65% leiktímans með boltann en misnotaði fjölda færa.

Atletico Madrid er með 44 stig, stigi á undan grönnum sínum í Real Madrid sem eiga leik til góða. Real mætir Las Palmas á morgun og getur komið sér á toppinn. Barcelona er í þriðja sæti með 39 stig.

Getafe 1 - 1 Barcelona
0-1 Jules Kounde ('9 )
1-1 Mauro Arambarri ('34 )

Leganes 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Matija Nastasic ('49 )
1-0 Antoine Griezmann ('90 , Misnotað víti)

Girona 1 - 2 Sevilla
0-0 Isaac Romero Bernal ('3 , Misnotað víti)
1-0 Martinez Arnau ('36 )
1-1 Saul Niguez ('59 )
1-2 Dodi Lukebakio ('88 )

Betis 1 - 3 Alaves
0-1 Kike Garcia ('11 , víti)
1-1 Jesus Rodriguez ('28 )
1-2 Kike Garcia ('80 )
1-3 Kike Garcia ('84 )
Rautt spjald: Romain Perraud, Betis ('55)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner