Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 18. febrúar 2021 07:30
Victor Pálsson
Sevilla sagt horfa til Liverpool
Sevilla hefur áhuga á framherjanum Takumi Minamino sem er á mála hjá Liverpool á Englandi.

Þetta kemur fram í frétt frá Sky Sports en þar er vitnað í spænska miðilinn Fichajes.

Minamino er í láni hjá Southampton þessa stundina og skoraði nýlega sitt fyrsta deildarmark fyrir liðið.

Japaninn stóðst ekki væntingar á Anfield en hann kom til félagsins frá RB Salzburg í desember árið 2019.

Óvíst er hvort Liverpool vilji selja leikmanninn sem kostaði 10 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner