Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. febrúar 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill ekki sjá Liverpool vinna Meistaradeildina
Richarlison.
Richarlison.
Mynd: EPA
Richarlison, leikmaður Everton, segist ekki vilja sjá Liverpool bera sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu.

Hinn 24 ára gamli Richarlison gekk í raðir Everton árið 2018. Hann hefur aldrei tekið þátt í Meistaradeildinni, en fylgist vel með keppninni og veit alveg hvaða félag hann vill ekki sjá vinna keppnina.

Richarlison var í viðtali við TNT Sports og þar hann spurður hvort það væri eitthvað eitt félag sem hann myndi ekki vilja sjá vinna Meistaradeildina. Hann sagði: „Ég væri ekki til í að sjá Liverpool vinna. Þeir eru erkifjendur okkar og við viljum ekki að þeir vinni."

„Það er mikið grín á milli félaganna á samfélagsmiðlum... stuðningsfólk Liverpool fer á samfélagsmiðla og gerir grín að okkur. Ef ég þyrfti að velja, þá myndi ég segja Liverpool."

Liverpool er í góðum málum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lærisveinar Jurgen Klopp unnu fyrri leik sinn 0-2 gegn Inter frá Ítalíu.

Liverpool er jafnframt í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á meðan Everton að berjast fyrir lífi sínu á hinum enda töflunnar. Richarlison og félagar eru þessa stundina í 16. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner