Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fim 18. apríl 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Hætta með endurtekna leiki í FA-bikarnum (Staðfest)
FA-bikarinn.
FA-bikarinn.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið og enska úrvalsdeildin hafa náð samkomulagi um breytt fyrirkomulag á elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum.

Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir FA bikarsins ekki endurteknir frá og með fyrstu umferð. Úrvalsdeildarliðin koma inn í þriðju umferð.

Reglan hefur verið sú að ef leikur endar með jafntefli þá mætist liðin að nýju á heimavelli útiliðsins. Nú verður hinsvegar leikið til þrautar og liðin mætast ekki að nýju.

Í samkomulaginu felst einnig að allar umferðir bikarsins fari fram um helgar og að ekki verði spilað í ensku úrvalsdeildinni þá helgi sem bikarúrslitaleikurinn fer fram.

Enska úrvalsdeildin mun einnig auka fjárframlag sitt til neðri deilda en báðir aðilar segja að samkomulagið muni styrkja bikarkeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner