Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 18. apríl 2024 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk: Þurfum á stuðningsmönnunum að halda meira en nokkru sinni fyrr
Mynd: Getty Images

Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool var að vonum svekktur eftir að Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni þrátt fyrir sigur gegn Atalanta í kvöld.

Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins á Ítalíu í kvöld en eftir 3-0 tap liðsins á Anfield í síðustu viku var ljóst að verkefnið yrði erfitt.


„Fyrst og fremst hrós til Atalanta. Við vorum mjög slakir í síðustu viku og þeir áttu góðan leik. Þeir átti skilið að fara áfram því við gerðum þetta of erfitt fyrir okkur sjáfla. Þetta var góður leikur í kvöld. Bætin en sannleikurinn er sá að við erum úr leik og við þurfum að jafna okkur fljótt og ferðast til Lundúna á laugardaginn," sagði Van Dijk.

Liverpool er í harðri baráttu um titilinn í ensku úrvalsdeildinni, liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Man City þegar sex leikir eru eftir. Liverpool heimsækir Fulham á sunnudaginn.

„Allir þurfa að vera klárir núna fyrir endasprettinn í deildinni. Vonandi verða stuðningsmennirnir okkar þarna því við þurfum á þeim að halda meira en nokkru sinni fyrr," sagði Van Dijk.


Athugasemdir
banner
banner