banner
   mið 18. maí 2016 11:35
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn KR ósáttir: Erfitt að fara á ÍBV - KR
Herjólfur siglir ekki til lands eftir leik.
Herjólfur siglir ekki til lands eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stuðningsmenn KR eiga í erfiðleikum með að skipuleggja dagsferð til Vestmannaeyja þar sem ÍBV og KR eiga að mætast laugardaginn 4. júní.

Þennan dag siglir Herjólfur varla frá Vestmannaeyjum og er síðasta ferð þaðan klukkan 16, einmitt þegar viðureignin á að vera flautuð á.

Fótbolti.net ræddi við ósáttan stuðningsmann KR sem fékk þau svör frá Herjólfi að þar sem sjómannadagurinn sé á sunnudeginum sé breytt áætlun þessa helgi.

Það er því ekki hægt fyrir stuðningsmenn KR að fara dagsferð til Eyja og sjá leikinn.

Einhverjir stuðningsmenn KR hafa sent erindi á KSÍ útaf þessu máli en engin svör fengið samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner