Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. maí 2019 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Gracia: Stundum þarf maður að tapa til að vinna í framtíðinni
Mynd: Getty Images
Javi Gracia, stjóri Watford, var skiljanlega niðurlútur eftir 6-0 tap gegn Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins fyrr í dag.

Gracia viðurkennir að betra liðið vann en sér eftir dauðafærinu sem Roberto Pereyra lét verja frá sér í upphafi leiks, þegar staðan var enn markalaus.

„Á þessari stundu eru allir mjög sorgmæddir en við vissum fyrir leikinn að við þyrftum að eiga fullkomna frammistöðu til að geta unnið. Við byrjuðum mjög vel og fengum besta færið á upphafskaflanum en eftir það stjórnuðu þeir leiknum," sagði Gracia.

„Við áttum að nýta þetta færi í byrjun, það varð okkur dýrkeypt. Andstæðingar okkar voru hins vegar ótrúlega góðir og við áttum engin svör við sóknarleik þeirra.

„Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag eins og þeir hafa verið allt tímabilið og ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir. Stundum þarf maður að tapa til að vinna í framtíðinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner