lau 18. maí 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City getur orðið fyrsta karlaliðið til að vinna þrennuna
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Manchester City getur orðið fyrsta karlaliðið til að vinna ensku þrennuna.
Manchester City getur orðið fyrsta karlaliðið til að vinna ensku þrennuna.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City getur orðið fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna ensku þrennuna með sigri á Watford í dag. Þar að segja fyrsta enska karlaliðið eins og Pep Guardiola, stjóri City, benti svo réttilega á í gær.


Guardiola benti á að kvennalið hefði náð þessum árangri. Kvennalið Arsenal hefur gert það fjórum sinnum, fyrst 1992/93 tímabilið.

City getur unnið FA-bikarinn í sjötta sinn ef liðinu tekst að vinna Watford í dag. City hefur nú þegar unnið deildabikarinn og ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili. Einnig vann liðið Samfélagsskjöldinn í upphafi tímabils.

„Ef við vinnum er þetta tímabil ótrúlegt. Ef við gerum það ekki, þá held ég samt að það sé ótrúlegt," sagði Guardiola í gær.

„Þetta er úrslitaleikur og vonandi getum við fagnað. Ekki bara FA-bikarnum, einnig deildabikarnum, enska úrvalsdeildartitlinum og Samfélagsskildinum."

Man City er sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag.

„Það er bara eins og það er. Það byrjaði á síðasta tímabili þegar ekkert lið gat unnið okkur."

„Ef Liverpool hefði unnið ensku úrvalsdeildina þá hefði verið litið á það sem ótrúlegt afrek. En þegar Manchester City vinnur deildina þá er það bara allt í lagi, venjulegt afrek. Það bara eins og það er," sagði Guardiola.

Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Athugasemdir
banner
banner
banner