Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. maí 2019 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling fær þrennuna ekki skráða á sig
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling hélt hann hefði skorað þrennu í úrslitaleik enska bikarsins í dag en myndbandsdómgæslan segir að svo sé ekki.

Skot Gabriel Jesus var á leið yfir línuna þegar Sterling potaði boltanum í netið, en markið fæst þó ekki skráð á Sterling.

Jesus fær markið skráð á sig og gerðu þeir því báðir tvennu í leiknum.

Manchester City vann leikinn 6-0 gegn Watford, sem er stærsti sigur í úrslitaleik enska bikarsins síðan Bury vann Derby 6-0 fyrir meira en 100 árum síðan.

Man City varð þá fyrsta lið í sögu enska boltans til að vinna alla titlana á einu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner