Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   þri 18. maí 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Liverpool mun fylgjast vel með
Tielemans skoraði sigurmarkið í bikarúrslitunum síðasta laugardag.
Tielemans skoraði sigurmarkið í bikarúrslitunum síðasta laugardag.
Mynd: EPA
Það fara fram fjórir leikir á Englandi í dag þar sem spennan er mikil um Meistaradeildarsæti.

Southampton tekur á móti Leeds klukkan 17:00 en á sama tíma mætast Manchester United og Fulham. Með sigri tryggir Man Utd sér annað sæti deildarinnar.

Brighton tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City klukkan 18:00 en svo er lokaleikur dagsins klukkan 19:15 þar sem mikið er undir.

Um er að ræða endurtekningu frá bikarúrslitaleiknum sem fram fór um síðustu helgi. Þar vann Leicester 1-0 sigur á Chelsea. Fyrir leikinn er Leicester í þriðja sæti með 66 stig og Chelsea í fjórða sæti með 64 stig. Úrslitin í þessum leik hafa mikið að segja fyrir Liverpool sem er í fimmta sæti, einu stigi á eftir Chelsea. Baráttan um Meistaradeildarsæti er gríðarlega hörð.

Leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Síminn Sport.

þriðjudagur 18. maí
17:00 Southampton - Leeds
17:00 Man Utd - Fulham
18:00 Brighton - Man City
19:15 Chelsea - Leicester
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner