Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. maí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjögur lið orðuð við Kane - Tveir ungir og Trippier til Man Utd?
Powerade
Kane er sagður vilja fara frá Spurs í sumar
Kane er sagður vilja fara frá Spurs í sumar
Mynd: Getty Images
Trippier aftur til Englands?
Trippier aftur til Englands?
Mynd: Getty Images
Nuno Mendes til Manchester
Nuno Mendes til Manchester
Mynd: Getty Images
Það er mjög þéttur slúðurpakki í boði Powerade þennan þriðjudaginn. Pakkinn er tekinn saman af BBC.



Harry Kane (27) hefur sagt Tottenham að hann vilji fara í sumar. Manchester United, Manchester City og Chelsea vilja fá Kane í sínar raðir. (Sky Sports)

Barcelona hefur einnig spurst fyrir um Kane. Kane er sagður vilja vera áfram á Englandi. (Times)

Manchester-liðin berjast um hvort liðið krækir í Nuno Mendes (18) bakvörð Sporting. Mendes er metinn á 52 milljónir punda. (Mail)

Leeds og Rangers fylgjast með Santiago Moreno (21) framherja America de Cali í Kólumbíu. (Football Insider)

Kieran Trippier (30) er orðaður við endurkomu til Englands. Manchester United og Everton hafa bæði áhuga á bakverðinum, (Athletic)

Brighton hefur látið Liverpool og Arsenal vita að Yves Bissouma (24) kosti 40 milljónir punda. (Sun)

Liverpool er ólíklegt til að kaupa Ozan Kabak (21) sem er á láni hjá félaginu frá Schalke. RB Leipzig hefur áhuga. (Mail)

Manchester United og Ajax eru í kapphlaupi hvort liðið landar Kamaldeen Sulemana (19) frá Nordsjælland. (Football Insider)

Marcos Alonso (30) og Emerson Palmieri (26) eru að leitast eftir að fara frá Chelsea í sumar. Báðir vilja fara til Ítalíu. (Gazzetta dello Sport)

Chelsea skoðar að fá Seb Drozd (18) framherja sem spilar með Uxbridge í utandeildinni. (Sun)

Marseille er nálægt því að kaupa Matteo Guendouzi (22) frá Arsenal. (Le10Sport)

Crystal Palace er í viðræðum við Frank Lampard um að hann taki við af Roy Hodgson eftir tímabilið sem stjóri félagsins. (Romano á Twitter)

West Ham hefur rætt við Slavia Prag um að fá Abdallah Sima (19) til félagsins. Crystal Palace hefur einnig áhuga. (Mail)

Patrick van Aanholt (30) er á leið burt frá Crystal Palace á frjálsri sölu í sumar. (Athletic)

Búast má við því að Memphis Depay (27) verði orðinn leikmaður Barcelona áður en EM hefst í sumar. (L'Equipe)

Gervinho (33) er á leið frá Parma sem féll úr ítölsku Serie A í vetur. Trabzonspor er talinn vera næsti áfangastaður. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner