Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 18. maí 2022 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagðist ætla draga Víking og gerði það - „Gaman að mætast loksins í keppnisleik"
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Andrews
John Andrews
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris varði vel gegn ÍBV
Íris varði vel gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Nik Anthony Chamberlain, þjálfara kvennaliðs Þróttar, eftir að dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í gær.

Þróttur var dregið sem heimalið upp úr skálinni og sá Nik um að draga andstæðing liðsins. Nik dró Víking Reykjavík og mætast liðin um þarnæstu helgi í Laugardalnum. Eftir dráttinn var hlegið því áður en hann fór í það að draga hafði hann sagt við John Andrews, þjálfara Víkings, að hann myndi draga Víking sem andstæðing Þróttar.

„Ég hló bara af því að áður en ég fór að draga þá klesstum við John saman hnefum og ég sagðist ætla að draga Víking. Það varð svo niðurstaðan," sagði Nik.

„Það verður góður leikur, við John höfum spilað mjög oft yfir vetrartímann í gegnum árin, örugglega oftar en gegn öllum öðrum liðum. Það verður gaman að spila loksins keppnisleik á móti hvor öðrum."

Er einnig gaman að mæta liði úr annarri deild?

„Ég myndi ekki segja það, því núna er pressan sjálfkrafa á okkur að vinna og að við eigum að fara áfram. Við þurfum að standast þær væntingar."

Kaflaskiptur leikur í eyjum
Þróttur vann gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á laugardag og var Nik spurður út í þann leik.

„Þetta var algjörlega leikur tveggja hálfleika. Vindurinn stýrði leiknum, við náðum smá kafla í fyrri hálfleik þar sem við vorum með boltann og reyndum að komast í gegn en vantaði upp á að klára þær sóknir. Íris tók nokkrar stórar vörslur sem héldu okkur í leiknum og í seinni hálfleik þá náðum við hægt og rólega að brjóta þær niður. Við sýndum gæði í jöfnunarmarkinu og svo skoraði Sæunn með þrumufleyg. Það var það sem þurfti."

Mörk Þróttar í leiknum komu seint. Hafðiru aldrei áhyggjur?

„Það var tímapuntkur í leiknum þar sem ég hafði áhyggjur því við vorum í rauninni ekki að skapa okkur neitt. Við breyttum aðeins til, Murphy fór upp á topp og Sæunn kom inn á miðsvæðið til að bjóða upp á annars konar sóknarleik sem endaði á skipta sköpum."

„Ég myndi ekki segja að þetta hafi meiri þýðingu en bara þrjú stig á þessum tímapunkti. Það er alltaf gott að vinna og taka þrjú stig. Við fórum til eyja í fyrra og unnum líka og mikluðum það ekkert fyrir okkur. Við njótum þess að fara þangað og fyrir okkur eru þetta bara þrjú stig á töfluna og við höldum áfram,"
sagði Nik.

Næsti leikur Þróttar í Bestu deildinni er gegn Þór/KA í kvöld. Liðið er með sjö stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner