Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   lau 18. maí 2024 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta í Meistaradeildina - Nauðsynlegur sigur hjá Torino
Mynd: Atalanta
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í ítalska boltanum í dag og í kvöld þar sem Atalanta og Torino unnu leiki sína.

Atalanta hafði betur á útivelli gegn Lecce þar sem Gianluca Scamacca var allt í öllu og skoraði og lagði upp í 0-2 sigri.

Þessi sigur tryggir Atalanta sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á meðan Lecce er áfram í fallbaráttu en nægir eitt stig til að forðast fall.

Torino lagði þá AC Milan að velli þar sem Stefano Pioli tefldi fram hálfgerðu varaliði. Hann er að gefa varamönnum tækifæri til að fá nokkrar mínútur til að sanna sig, en Torino vann leikinn 3-1.

Torino var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst í tveggja marka forystu fyrir leikhlé, þar sem Dúvan Zapata og Ivan Ilic skoruðu mörkin.

Ricardo Rodriguez bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks, áður en Ismael Bennacer minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu.

Rafael Leao og Olivier Giroud var meðal annars skipt inn á lokakaflanum en ekki tókst gestunum að minnka muninn frekar. Lokatölur urðu 3-1 fyrir Torino sem er aðeins einu stigi frá sæti í Sambandsdeild Evrópu.

Milan er öruggt með annað sætið í Serie A.

Lecce 0 - 2 Atalanta
0-1 Charles De Ketelaere ('48 )
0-2 Gianluca Scamacca ('53 )

Torino 3 - 1 Milan
1-0 Duvan Zapata ('26 )
2-0 Ivan Ilic ('40 )
3-0 Ricardo Rodriguez ('46 )
3-1 Ismael Bennacer ('55 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner