Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 18. maí 2024 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Mahrez og Kessié skoruðu í stórsigri - Besiktas gæti misst af Evrópu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir leikir fram í efstu deildum í Sádi-Arabíu og Tyrklandi í dag þar sem Riyad Mahrez og Franck Kessié skoruðu í stórsigri Al-Ahli gegn Abha.

Mahrez og Kessie lögðu upp fyrir hvorn annan í 5-1 sigri og skoraði Edouard Mendy markvörður sjálfsmark.

Merih Demiral, Roger Ibanez og Roberto Firmino voru einnig í byrjunarliði Al-Ahli í dag á meðan Ciprian Tatarusanu varði mark Abha en Marcel Tisserand og Grzegorz Krychowiak voru meðal byrjunarliðsmanna.

Al-Ahli er öruggt með þriðja sæti deildarinnar eftir þennan sigur. Þriðja sætið veitir þátttökurétt í Meistaradeild Asíu á næstu leiktíð.

Ivan Rakitic, Yannick Carrasco, Habib Diallo og félagar í Al-Shabab töpuðu þá á útivelli gegn Al-Taawon á meðan Bruno Viana skoraði sjálfsmark í jafnteflisleik hjá Al-Hazem og Al-Riyadh. Úrvalsdeildarleikmennirnir fyrrverandi Andre Gray og Didier Ndong voru í byrjunarliði Riyadh.

Í tyrkneska boltanum tryggði Trabzonspor sér þriðja sætið með sigri á útivelli gegn Istanbul Basaksehir. Thomas Meunier var í byrjunarliði Trabzonspor og lagði hann eina mark leiksins upp fyrir Paul Onuachu, fyrrum leikmann Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Krzysztof Piatek, fyrrum framherji AC Milan, var í byrjunarliði Basaksehir. Þriðja sæti tyrknesku deildarinnar veitir þátttökurétt í Evrópudeildina á næstu leiktíð á meðan fjórða sætið tryggir þátttöku í Sambandsdeildinni.

Besiktas gerði jafntefli við Hatayspor og situr í fimmta sæti en liðið á í óvæntri hættu á að missa af Evrópusæti.

Gedson Fernandes og Vincent Aboubakar skoruðu mörk Besiktas í 2-2 jafntefli en Arthur Masuaku, Alex Oxlade-Chamberlain og Milot Rashica voru einnig í byrjunarliðinu ásamt Cenk Tosun. Daniel Amartey og Ante Rebic voru ekki með vegna meiðsla.

Besiktas heimsækir Kasimpasa í lokaumferðinni og getur misst af Evrópusæti með tapi þar, ef liðinu mistekst einnig að vinna úrslitaleik tyrkneska bikarsins.

Að lokum datt Al-Duhail úr leik í undanúrslitum katarska bikarsins. Philippe Coutinho var í byrjunarliðinu en tókst ekki að bjarga sínum mönnum frá tapi. Mateus Uribe og Paulo Otavio voru í byrjunarliði Al-Sadd sem vann undanúrslitaleikinn með einu marki gegn engu.

Al-Ahli 5 - 1 Abha
1-0 F. Al-Buraikan ('8)
2-0 Z. Al-Johani ('45)
3-0 S. Alnabit ('72)
4-0 Riyad Mahrez ('85)
5-0 Franck Kessie ('87)
5-1 Edouard Mendy, sjálfsmark ('91)

Al-Hazem 1 - 1 Al-Riyadh

Al-Taawon 1 - 0 Al-Shabab


Basaksehir 0 - 1 Trabzonspor
0-1 Paul Onuachu ('45+2)

Besiktas 2 - 2 Hatayspor
0-1 Massanga Matondo ('26)
1-1 Gedson Fernandes ('50)
1-2 Fisayo Dele-Bashiru ('55)
2-2 Vincent Aboubakar ('97, víti)

Al-Duhail 0 - 1 Al-Sadd
Athugasemdir
banner
banner